0

"Virkjum kraftinn" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Virkjum kraftinn

Sérsniðið námskeið fyrir ungt fólk á milli starfa. Á námskeiðinu munum við fara yfir ýmsa þætti sem nauðsynlegt er að líta á til að komast sem fyrst, og með krafti, aftur á vinnumarkaðinn eða nám eftir fjarveru. Markmið námskeiðsins er að veita ungu fullorðnu fólki hagnýt verkfæri sem nýtast við að finna kraftinn til að komast af stað, sjálftraust til að taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir. 

Fyrir hverja?
Virkninámskeið fyrir ungt fólk er fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára sem eru án atvinnu og ekki í námi. Fyrir fólk sem vantar aðstoð við að komast í rútínu og stuðning við að koma hugmyndum sínum og framtíðarsýn í farveg.

Hvað get ég lært?
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að virkja þann kraft sem býr innra með hverjum og einum þátttakanda. Sumir þurfa að komast í rútínu og finna út hvað það er sem þeir vilja gera á meðan aðrir þurfa hvatningu til að halda áfram, stuðning við að halda sér við efnið og tækifæri til að setja aukinn kraft í verkefni sín. Meðal þess sem farið er í yfir á námskeiðinu er: markmiðasetning og framtíðarsýn, bætt sjálfsmynd, heilsa og vellíðan, tenglsamyndun, samskiptahæfni, tjáning og framkoma, styrkleikar, samvinna, leiðtogahæfni, helstu atriði við gerð ferilskrár, virk atvinnuleit, bætt viðhorf, þrautseigja og margt fleira sem kemur okkur á þann stað sem við viljum vera á.

Skipulag 
Námskeiðið er kennt í 8 skipti, 2 klukkustundir í senn, tvisvar sinnum í viku í 4 vikur.

Verð
88.000 kr.

Styrkir
Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.

 

Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.

 

Næstu námskeið og skráning
Sjáðu HÉR hvenær næsta opna námskeiðið er haldið og þar getur þú einnig skráð þig.

 

Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum að halda sér námskeið fyrir hvern og einn vinnustað þar sem efnistök eru sniðin utan um áskoranir þess hóps sem sækir námskeiðið.

 

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari uppslýsingar.