0

"Yoga-Slökun-Vellíðan" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Yoga-Slökun-Vellíðan

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja minnka streitu í lífinu og auka liðleika, jafnvægi, mýkt og auka styrk. Við byggjum tímana upp á líkams- og öndunaræfingum og slökun. Markmiðið er að losa um spennu í líkamanum, róa hugann, auka einbeitingu, núvitund og vellíðan. Við notum einnig aðferðir jákvæðrar sálfræði, skoðum hugann, aukum þrautseigju og jákvæðar hugsanir.

 

Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja minnka streitu og auka við liðleika, jafnvægi, þrautseigju og gleði.
 

Hvað get ég lært?
Á námskeiðinu notum við núvitundaræfingar ásamt því að læra mjúkt jóga, öndunaræfingar og slökun. Þessar aðferðir eru mjög hagnýtar og þú átt að geta nýtt þér þær strax í daglegu lífi. Við notum einnig aðferðir jákvæðrar sálfræðar og aukum við jákvæðar hugsanir og þrautseigju. Við lærum að bera kennsl á og þekkja eigin styrkleika sem við getum nýtt í persónulegu lífi, starfi, námi eða atvinnuleit.

 

Skipulag 
Námskeiðið er kennt í 4 skipti, 90 mínútur í senn. 

 

Verð
19.900 kr.

 

Styrkir

  • Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
  • Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.
  • Fyrirtæki geta flest sótt styrk frá Starfsmenntunarsjóði fyrir allt að 90% af kostnaði fyrir alla starfsmenn sína. Sá styrkur er óháður inneign starfsmanna sjálfra í sjóðnum. Hægt er að sjá nánar á attin.is

 

Næstu námskeið og skráning
Sjáðu HÉR hvenær næsta opna námskeiðið er haldið og þar getur þú einnig skráð þig.

 

Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum að halda sér námskeið fyrir hvern og einn vinnustað þar sem efnistök eru sniðin utan um áskoranir þess hóps sem sækir námskeiðið.

 

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari uppslýsingar.