Sérsniðnar ferðir

Sérsniðnar ferðir

Starfsmenn KVAN Travel hafa víðtæka reynslu af því að skipuleggja fjölbreyttar
og spennandi ferðir fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum.
Við sérsníðum ferðir að óskum okkar viðskiptavina, skipuleggjum allt sem að ferðinni kemur
og sjáum til þess að þinn hópur fái einstaka upplifun í ferðum KVAN Travel.

Fyrirtækja- og árshátíðarferðir​

Við tökum að okkur að skipuleggja fyrirtækja- og árshátíðaferðir fyrir vinnustaði af öllum stærðum og gerðum. Ferðirnar eru fjölbreyttar og skipulagðar að óskum okkar viðskiptavina. Við sjáum um allt skipulag ferðarinnar, bókum veitingastaði, skemmtiatriði og skoðunarferðir. Við sérsníðum ferð fyrir þinn hóp!

Íþrótta- og æfingaferðir

Við tökum að okkur að skipuleggja æfinga- og keppnisferðir erlendis fyrir íþróttahópa. Sama hvort um ræðir meistaraflokka eða yngri flokka þá finnum við æfinga- og keppnissvæði sem að hentar þínu liði. Það skiptir engu um hvaða íþrótt er að ræða við sérsníðum ferð fyrir þinn hóp!