0

Starfsmenn

Anna Steinsen

Eigandi og þjálfari á námskeiðumAnna Steinsen er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Síðastliðin 16 ár hefur Anna sérhæft sig í þjálfun á námskeiðum fyrir ungt fólk. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi. Hún starfar sem fyrirlesari, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi og jógakennari.  Þar á undan starfaði Anna í félagsmiðstöð sem tómstundaleiðbeinandi.   Anna er gift og á fjögur börn og hund.   

Anna Lilja Björnsdóttir

Þjálfari á námskeiðumAnna Lilja er með  B.A. gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum frá Háskóla Íslands. Hún hefur mikla og fjölbreytta reynslu af vinnu með fólki á öllum aldri á hinum ýmsu sviðum. Þar af má nefna viðburða- og verkefnastjórnun, hópefli víðsvegar, þjálfun íþrótta til margra ára og félagsmiðstöðvarstarf. Þar að auki hefur hún hlotið verðlaun fyrir félagsstörf í sínu uppeldissveitafélagi. Aukin heldur hefur hún setið allskyns mannbætandi námskeið og fyrirlestra sem varða velferð fólks á öllum aldri.Anna Lilja er uppalinn Seltirningur, fædd árið 1993, en býr núna á Akranesi ásamt heitsveini sínum. Hún hefur alla tíð haft gaman af því að vera með og kynnast fólki og trúir því einlægt að allir séu flottir!

Agnar Smári JónssonAgnar Smári er 24 ára og hefur undanfarin ár starfað sem leiðbeinandi í Grunnskóla Vestmannaeyja. Agnar Smári hefur starfað sem þjálfari í handknattleik ásamt því að hafa starfsreynslu sem leiðbeinandi í sumarbúðum fyrir ungt fólk í Bandaríkjunum. Hann spilar handbolta með meistaraflokki Vals.  Agnar Smári starfar hjá KVAN í sumar sem leiðbeinandi á Sumarnámskeiðum KVAN.

Elva Dögg Sigurðardóttir

Þjálfari á námskeiðum, VináttuþjálfariElva Dögg er 23 ára Keflvíkingur og stundar nám við Tómstunda og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Elva Dögg hefur starfað mikið með börnum og ungu fólki. Hún starfaði í félagsmiðstöð í nokkur ár ásamt því að starfa einnig sem stuðningsfulltrúi í grunnskóla. Elva Dögg hefur töluverða reynslu af þjálfun í fimleikum og er mikil íþróttamanneskja.

Jakob Frímann Þorsteinsson

Eigandi og þjálfari á námskeiðumJakob er með MA gráðu frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands í náms- og kennslufræðum og stundar doktorsnám.    Hann hefur starfað við Háskóla Íslands frá 2004 þar sem sérsvið hans er óformlegt og formlegt nám, tómstundafræði, forvarnir, útinám, útilíf og útivist. Starfið felst í kennslu, rannsóknum og þróun náms í tómstunda- og félagsmálafræði.   Starfsreynsla Jakobs fyrir utan HÍ hefur m.a. verið í félagsmiðstöðvum, Hinu Húsinu, Siglunesi og við stjórnun og stefnumótun, við kennslu í grunnskóla og sjálfstætt við símenntun og ýmis þróunar- og ráðgjafarverkefni.  Jakob, eða Kobbi eins og hann er kallaður, hefur verið virkur í félagsstarfi og  útivist m.a. í Skátum, Landsbjörgu, innan Ungmennahreyfingarinnar, í siglingaklúbb, hjá SÍL og í foreldrafélögum. Jakob er giftur og á þrjú börn.  

Jón Halldórsson

Framkvæmdastjóri og þjálfari á námskeiðumJón Halldórsson er menntaður íþróttakennari, lögreglumaður og er vottaður ACC markþjálfi. Hann starfar sem framkvæmdarstjóri KVAN, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Jón hefur í fjölda ára starfað við að þjálfa einstaklinga, stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja, einnig hefur hann haldið hundruði fyrirlestra með mismunandi efnistökum. Jón hefur unnið mikið með afreksíþróttafólki og aðstoðað það við að setja sér skýr markmið og með aðferðafræði markþjálfunar skoðað hvaða þættir eru líklegastir til að hjálpa viðkomandi einstaklingi að ná settu marki. Jón er giftur Önnu Guðrúnu Steinsen og á fjögur börn.  

Katrín Vignisdóttir

Þjálfari á námskeiðumKatrín err með B.A. gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði og stundar mastersnám í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún hefur áralanga reynslu og sérstakan áhuga á að vinna með börnum og unglingum. Hún hefur starfað með fötluðum börnum og ungingum á skammtímavistun, sumarbúðum og í skipulögðu tómstudarstastarfi. Seinustu ár hefur hún starfað í félagsmiðstöð fyrir börn á aldrinum 12-15 ára og yfir sumartímann verið yfirflokksstjóri allra leikjanámskeiða á Seltjarnarnesi. Árið 2011 starfaði hún í sjálfboðavinnu í Indlandi og Kenya þar sem hún tók að sér ýmis verkefni með munaðarlaus börn.

Lilja Eivor Gunnarsdóttir Cederborg

Þjálfari á sumarnámskeiðum, VináttuþjálfariLilja Eivor er nemandi í Háskóla Ísland á  öðru ári í tómstunda- og félagsmálafræði. Hún hefur starfað með börnum og unglingum í mörg ár, þá aðallega sem stuðningur fyrir börn með sérþarfir.  Hún hefur unnið með unglingum í leiklist, samskiptahæfni og við það að hjálpa þeim að stækka þægindarammann sinn. Lilja Eivor hefur mikinn áhuga á leiklist og lék í leikritinu Söngvaseið eða "Sound of music". Lilja Eivor er ein af þeim sem sér um sumarnámskeið KVAN sumarið 2018.

Sandra Björg Helgadóttir

Þjálfari á námskeiðumSandra er með BS gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar í dag í markaðsdeild Ölgerðarinnar ásamt því að vera dansari og spinningkennari hjá World Class. Sandra hefur sótt sér þjálfun á mörgum námskeiðum og brennur fyrir að starfa með ungu fólki. Sandra hefur undanfarið ár þjálfað ungt fólk hjá KVAN með frábærum árangri. Sandra er 26 ára gömul  á kærasta (og kisu)

Vanda Sigurgeirsdóttir

Eigandi og þjálfari á námskeiðumVanda er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði og leggur nú stund á doktorsnám þar sem viðfangsefnið er einelti. Vanda starfar nú sem lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sérsvið hennar við Háskólann er einelti og tómstunda- og leiðtogafræði.  Vanda er frá Sauðárkróki, fædd 1965 en býr nú í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum. Vanda hefur allan sinn starfsferil starfað með börnum og fullorðnum að eineltis- og samskiptamálum. Þá hefur hún einnig starfað sem knattspyrnuþjálfari í um 30 ár.