Starfsdagar KVAN
KVAN býður fyrirtækjum og stofnunum að sjá um skipulagningu og framkvæmd starfsdaga. Við leggjum mikla áherslu á að hafa starfsdagana okkar lifandi, skemmtilega og fræðandi. Starfsfólk KVAN býr yfir mikilli reynslu og menntun sem nýtist við skipulagningu og framkvæmd ykkar starfsdags.
Við getum haldið starfsdaginn á ykkar vinnustað, farið með hópinn út á land – já eða jafnvel erlendis.
Af hverju ekki að blanda saman starfsdegi, árshátíð eða helgarferð fyrirtækisins?
KVAN er með viðurkennt ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðmálastofu Íslands.
Við leggjum mikið upp úr góðri skipulagningu. Við hittum skipuleggjendur starfsdaga á fundi, þarfagreinum og setjum upp áætlun sem nær yfir allar þær væntingar sem viðkomandi er með þannig að starfsdagurinn skili því sem til er ætlast.
Við bjóðum m.a. upp á:
– fyrirlestra
– vinnustofur
– hópefli
– fjörefli
– ratleiki
– veislustjórn
– o.fl. o.fl.
Styrkir
- Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
- Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.
- Fyrirtæki geta flest sótt styrk frá Starfsmenntunarsjóði fyrir allt að 90% af kostnaði fyrir alla starfsmenn sína. Sá styrkur er óháður inneign starfsmanna sjálfra í sjóðnum. Hægt er að sjá nánar á attin.is
Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum að halda sér námskeið fyrir hvern og einn vinnustað þar sem efnistök eru sniðin utan um áskoranir þess hóps sem sækir námskeiðið.
Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.