Sala er þjónusta
Fræðandi og skemmtileg vinnustofa sem vekur framlínufólk til umhugsunar um hvar þau geta bætt sína þjónustu og söluhæfileika.
Sala er þjónusta er fyrirlestur/vinnustofa þar sem farið er yfir þá hæfnisþætti sem að góður þjónustuaðili þarf að búa yfir til þess að auka líkur á því að viðskiptavinir ákveði að kaupa þá vöru sem í boði er eftir að hafa fengið góða þjónustu frá þjónustuaðila.
Fyrir hverja
Sala er þjónusta er fyrir alla framlínustarfsmenn verslana sem vilja læra árangursríkar aðferðir við að setja sér markmið í því að efla þjónustu og söluhæfileika sína.
Hvað get ég lært
- Við skoðum hvaða hæfnisþættir einkenna góða þjónustu og söluaðila
- Við skoðum hvernig sjálfstraust hefur áhrif á söluhæfni
- Við skoðum hvernig góð þarfagreining eykur líkur á sölu
- Við skoðum hvernig við eigum að loka sölu
- Við skoðum hvernig framkoma og líkamstjáning hefur áhrif á sölu og þjónustu
Skipulag
Vinnustofan/fyrirlesturinn er kennd í 75 mínútur.
Þjálfarar vinnustofunnar/fyrirlestari
Þjálfari er Jón Halldórsson sem þjálfað hefur sölu og þjónustu í langan tíma.
Verð
Verð fyrir vinnustofuna er 150.000 kr. Verðið miðast við allt að 20 þátttakendur á vinnustofu.
Styrkir
- Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
- Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.
- Fyrirtæki geta flest sótt styrk frá Starfsmenntunarsjóði fyrir allt að 90% af kostnaði fyrir alla starfsmenn sína. Sá styrkur er óháður inneign starfsmanna sjálfra í sjóðnum. Hægt er að sjá nánar á attin.is
Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.
Næstu námskeið:
Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.