Testimonial Category: Anna Steinsen

Fanney Magnúsdóttir, þátttakandi á Online KVAN fyrir fullorðna

Ég var búin að heyra góða hluti af KVAN en námskeiðið fór langt fram úr mínum væntingum. Námskeiðið fór fram á ZOOM en upplifunin alls ekki síðri. Anna Steinsen er frábær leiðbeinandi og hefur ótrúlega gott lag á að ná fram virkri þátttöku okkar sem sóttu námskeiðið…

Særún Ármannsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Hofi

Einstaka sinnum fæ ég svona hugdettur, að stökkva út fyrir þægindarammann og gera eitthvað öðruvísi. Ég get alveg viðurkennt að mig langaði í sól og smá frí. En námskeið hjá KVAN hljómaði líka mjög vel. Um leið og ég var komin í rútuna með þeim Önnu og Sössu fann ég að þetta yrði skemmtilegt…

Dagbjört Harðardóttir, forstöðumaður Tómstundahúsa Árborgar

Kvennaferðin á Laugabakka var í einu orði sagt ótrúleg! Ástæða þess að ég ákvað að drífa mig af stað í þessa ferð var að ég hafði setið nokkrum sinnum fyrirlestra hjá Önnu Steinsen og vissi strax að af þessari konu þyrfti ég að læra meira…

Telma Fanney Magnúsdóttir, þátttakandi á KVAN fyrir fullorðna

Ég ákvað að skella mér á helgarnámskeið fyrir fullorðna hjá Kvan um daginn eftir langa umhugsun og innri baráttu við sjálfa mig & ,,þægindarammann‘‘. Ég gæti hreinlega ekki verið ánægðari með þá ákvörðun að hafa skellt mér, námskeiðið fór algjörlega framúr öllum mínum

Vigdís Finnsdóttir

Frábær helgi med miklu innihaldi. “Power í æð” eða bara “Anna Steinsen í æð”, ekkert betra! Helgin gaf mér mikið, bæði persónulega og faglega. Anna gaf mér virkilega góða innsýn í hversu mikilvægt það er að setja sér markmið, stór og lítil. Ég er 100% viss um ad lífið verði betra

Kolbrún, sölustjóri Frjálsrar Fjölmiðlunar

Við fengum Önnu Steinsen hjá KVAN til að koma til okkar og vera með vinnustofu fyrir söludeildina. Anna kom inn með nálgun sem fékk hópinn til að opna sig, sjá skýrar hvert hópurinn vildi stefna saman og finna drifkraftinn sem þurfti til þess. Þessu náði hún fram á mjög jákvæðan