Testimonial Category: Kvennaferð KVAN

Særún Ármannsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Hofi

Einstaka sinnum fæ ég svona hugdettur, að stökkva út fyrir þægindarammann og gera eitthvað öðruvísi. Ég get alveg viðurkennt að mig langaði í sól og smá frí. En námskeið hjá KVAN hljómaði líka mjög vel. Um leið og ég var komin í rútuna með þeim Önnu og Sössu fann ég að þetta yrði skemmtilegt…

Vilborg Harðardóttir, nemi í Tómstunda- og félagsmálafræði

Ég fór á kvennahelgi KVAN á Laugarbakka í byrjun febrúar 2021. Ákvörðunin var tekinn í flýti en þar sem systir mín var að fara, skellti ég mér með. Ákvörðun sem ég sé alls ekki eftir!
Helgin var frábær með fullt af flottum konum og fyrirmyndum…

Dagbjört Harðardóttir, forstöðumaður Tómstundahúsa Árborgar

Kvennaferðin á Laugabakka var í einu orði sagt ótrúleg! Ástæða þess að ég ákvað að drífa mig af stað í þessa ferð var að ég hafði setið nokkrum sinnum fyrirlestra hjá Önnu Steinsen og vissi strax að af þessari konu þyrfti ég að læra meira…

Vigdís Finnsdóttir

Frábær helgi med miklu innihaldi. “Power í æð” eða bara “Anna Steinsen í æð”, ekkert betra! Helgin gaf mér mikið, bæði persónulega og faglega. Anna gaf mér virkilega góða innsýn í hversu mikilvægt það er að setja sér markmið, stór og lítil. Ég er 100% viss um ad lífið verði betra

Minna Björk Ágústsdóttir

Kvennahelgin hjá Kvan á Laugarbakka var algjörlega frábær. Mæli með þessu námskeiði fyrir allar konur. Ótrúlega skemmtilegt að kynnast fullt af nýjum konum og takast á við sjálfa sig í leiðinni. Það ríkti mikil einlægni, traust og kátína. Fór til baka full af eldmóði að takast..