Testimonial Category: Sérlausn fagaðilar

Fríða Stefánsdóttir, deildarstjóri Sandgerðisskóla

Við byrjuðum á því að fara í námsferð til Edinborgar haustið 2019, en KVAN sá um allan undirbúning og skipulag. Þar byrjaði vegferð okkar í Verkfærakistunni undir leiðsögn Vöndu Sig. Námskeiðið var þannig uppbyggt að…

Sesselja Þóra Gunnarsdóttir, skólastjóri Sjálandsskóla

Í Sjálandsskóla höfum við fengið Vöndu í samstarf vegna neikvæðra samskipta í nemendahópum og  eineltishegðunar. Hún hefur líka haldið frábær námskeið fyrir kennara skólans sem ég tel að allt starfsfólk skóla ætti að fara á.

Arnar, KSÍ

Anna Lilja hefur haldið fyrirlestur um eineltismál á þjálfaranámskeiðum KSÍ. Það sem okkur fannst vel gert var að Anna Lilja náði vel til þátttakenda, var lífleg og dugleg að brjóta kennsluna upp með skemmtilegum uppákomum og umræðum.

Kolbrún, sölustjóri Frjálsrar Fjölmiðlunar

Við fengum Önnu Steinsen hjá KVAN til að koma til okkar og vera með vinnustofu fyrir söludeildina. Anna kom inn með nálgun sem fékk hópinn til að opna sig, sjá skýrar hvert hópurinn vildi stefna saman og finna drifkraftinn sem þurfti til þess. Þessu náði hún fram á mjög jákvæðan

Starfsmenn leikskóla á Hornafirði

-Frábær dagur. Það sem við höfðum gott af því að horfa inná við og finna styrkleika okkar og styrkleika fólksins í kringum okkur. Sjá það jákvæða. -Mjög skemmtilegt, gott að fara í sjálfskoðun, finna sínar veiku og sterku hliðar. -Sjálfsstyrking, markmiðasetning, sjálfskoðun, jákvæðni.

Hólmfríður Sigmarsdóttir, leikskólastjóri Marbakka

Í nóvember sl. áttum við starfsmannahópurinn í leikskólanum Marbakka stórbrotinn dag með Önnu Steinsen. Anna er frábær fagmaður sem byrjaði á því að greina stöðuna með okkur, stjórnendum skólans. Í sameiningu fórum við yfir hvað við vildum fá út úr þessum degi.