Arnar, þátttakandi á KVAN 16-19 ára

Ég var hjá Boga á námskeiði fyrir 16-19 ára og verð að segja að ég gæti ekki verið ánægðari með þjálfara. Bogi ýtti mér þægilega út fyrir þægindarammann minn og hvatti mig til að rífa mig upp og gera hluti sem mig langaði alltaf að gera en þorði ekki. Bogi er frábær leiðtogi og fyrirmynd sem kemur vel fram við alla sem eru í kringum hann. Ég lít mjög mikið upp til hans í samskiptatækni og hvernig hann hlustar á alla og dæmir ekki. Það sem Bogi kenndi mér á námskeiðinu hjá KVAN á eftir að fylgja mér út lífið. Takk.