Aron Daði Reynisson, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
“Ég var ekki viss með þetta námskeið í byrjun og hafði ekki miklar væntingar, þar til að ég áttaði mig á tilganginum með þessu námskeiði. Námskeiðið hjálpar þér að breyta hugsunarhátt þínum svo að þú sjálf/ur getur breytt þér í manneskjuna sem þú vilt vera. Þau hjá KVAN eru tilbúin í að gera allt svo að þú sért ánægð/ur með sjálfan þig. Þetta námskeið er klárlega þess virði!” “Að fara út fyrir þægindarhringinn og að setja mér markmið er eitthvað sem ég gerði aldrei. Maður kemst ekkert áfram í lífinu ef maður situr bara fastur í sínum eigin þægindarhring. Ef þetta er eitthvað sem þú vilt breyta þá mæli ég eindregið með því að skella sér á námskeið hjá KVAN. Það mun hjálpa ef þú ert tilbúin/n að leggja þig fram!”