
Ásgerður Guðnadóttir, leikskólastjóri Leikskólinn Hálsaskógur
Jakob er búinn að koma tvisvar sinnum til okkar á starfsdegi með fræðslu um útinám og félagsfærni. Þessi fræðsla hefur nýst starfsmannahópnum mjög vel og hefur verið hvatning til að halda áfram á þeirri vegferð sem við erum á. Við eigum eftir að leita meira til Jakobs því hann er óþrjótandi brunnur um útinám og félagsfærni barna og hjálpar það okkur í að ná markmiðum okkar við innleiðingu útináms.