Astrid Eyberg, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Ég gat ekki verið heppnari að fá Boga sem þjálfara á KVAN. Strax í fyrsta tímanum tók hann á móti öllum með ást og umhyggju sem varð bara meiri þegar á leið. Bogi er einlægur, hvetur mann áfram og hefur fulla trú á þeim sem mæta til hans, sem fær mann til að trúa á sig sjálf. Ég lærði helling af því að vera á Kvan og af Boga og þá meðal annars lærði ég hvað það er gott að opna sig við aðra og að leyfa öðrum að opna sig við mann.