Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ

Ég sótti námskeið hjá Jóni (Nonna) á Leiðtogaþjálfun KVAN og finnst sérstök ástæða til þess að hrósa honum. Þetta snýst ekki um það hvað Nonni segir, heldur hvernig hann segir það. Þegar maður mætir á námskeið hjá honum þá skynjar maður fljótt að hann brennur fyrir því sem hann gerir. Honum er alls ekki sama og leggur mikinn metnað í þjálfunina svo ekki sé minnst á hressan karakter sem gerir þjálfunina bæði skemmtilega og eftirminnilega. Hann nær að flytja efnið á persónulegan hátt sem gerir það að verkum að maður tengir vel við það efni sem verið er að fara yfir. Það gerir það að verkjum að mann langar til þess að tileinka sér það og yfirfæra yfir í starfsemina.