Birgitta Ramsey, móðir þátttakanda á námskeiði fyrir 10-12 ára

Dóttir mín var alsæl með námskeiðið sem hún fór á hjá KVAN fyrir 10-12 ára. Það kemur skemmtilega á óvart því venjulega er hún ekki til í neitt nýtt. Hún er óörugg í nýjum aðstæðum og hefði örugglega ekki valið að koma ein á námskeið ef ég hefði ekki skráð hana sjálf.

 

Við erum að vinna í því að fara út fyrir þægindarammann og var þetta námskeið akkúrat liður í því.

 

Hún var alltaf glöð eftir hvern tíma og sagði mér frá hvað var gert, hver gerði hvað og svo framvegis. Henni finnst ákveðið öryggi í því að sumir aðrir eiga líka fatlað systkini.

 

Við komum örugglega aftur á námskeið og höfum mælt með því við aðrar mömmur.

 

Takk fyrir okkur.