Bryndís Einarsdóttir sálfræðingur, þátttakandi á kynningartækni KVAN

Ég tók þátt í námskeiði hjá Kvan ásamt samstarfsfólki mínu hjá Líf og sál. Við erum öll vön því að koma fram og halda fyrirlestra og námskeið en ákváðum að það sé alltaf hægt að betrumbæta, fínpússa sig og læra meira. Það var sannarlega reynslan okkar af frábæru námskeiði. Við styrktumst sem hópur, kynntumst betur og ég persónulega lærði meira um sjálfa mig, bæði sem manneskju og fagmanneskju. Ég tel mig vera mun betri í mínu starfi og hef nýtt mér mjög mikið það sem ég lærði hjá Kvan. Ég get sannarlega mælt með þessu námskeiði, bæði fyrir þá sem hafa litla sem og mikla reynslu af því að koma fram.
Bryndís Einarsdóttir
Sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum
Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofa ehf.