Brynja Andreassen, þátttakandi á KVAN fyrir fullorðna

Ég held að ég geti sagt að ég sé dugleg að ögra sjálfri mér og fara út fyrir þægindarammann. Það þarf hins vegar að halda slíku við annars rennur það út í sandinn. Það var þess vegna sem ég skráði mig á námskeið hjá KVAN. Að láta ýta við sér, setja sér ný markmið og að þeim sé fylgt eftir gerir manni svo gott. Ég á auðvelt með að tjá mig og er ekki feimin við að standa upp og tala en það sem ég lærði á námskeiðinu hvað það varðar var að koma skipulagi á það sem ég segi þegar ég þarf að kveða mér hljóðs.

 

Hrafnhildur er frábær þjálfari sem hefur næmt auga fyrir þörfum hvers og eins alveg sama hvernig sá einstaklingur er úr garði gerður og hverju hann vill ná fram á námskeiðinu. Hún er hvetjandi, hlý og hefur góða frásagnargáfu og svo er hún bara svo skemmtileg.

 

Takk fyrir mig.