Dagbjört Harðardóttir, forstöðumaður Tómstundahúsa Árborgar

Kvennaferðin á Laugabakka var í einu orði sagt ótrúleg! Ástæða þess að ég ákvað að drífa mig af stað í þessa ferð var að ég hafði setið nokkrum sinnum fyrirlestra hjá Önnu Steinsen og vissi strax að af þessari konu þyrfti ég að læra meira. Ég fór því með frekar miklar væntingar, sem stóðust allar og miklu, miklu meira en það.  Anna Steinsen hefur einstakt lag á því að miðla þekkingu sinni með einlægni og húmor að leiðarljósi og náði hún að halda einhverri óskiljanlegri orku allan tímann sem smitaðist út í hópinn. Krafturinn í hópnum öllum var rosalegur og orkan sem myndaðist gerði það að verkum að það var ekkert annað í stöðunni en taka þetta alla leið! Þó þetta hafi tekið á og kostað mikla orku þá var maður samt endurnærður. Þessu nær engin nema Anna Steinsen!

 

Maður fékk sjálfan sig bara beint í fangið og horfðist í augu við sína drauma og þrár ásamt því að viðurkenna styrkleika og veikaleika og setja niður hvernig væri hægt að vinna með þetta allt saman. Við fengum síðan stútfulla kistu að allskyns verkfærum sem hjálpar okkur að halda áfram að nýta allt það sem við lærðum.

 

Þessi helgi samanstóð af friði, ró, fegurð, konum, dásamlegu umhverfi, orku og síðast en ekki síst hreint ótrúlegum krafti!Þessi helgi var eitt af því besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig, hún var allt sem ég þurfti og miklu meira en það. Ég kem klárlega aftur!

 

Ég mæli með kvennahelgi Kvan fyrir allar konur!