Emma Sif Björnsdóttir, þátttakandi á Online KVAN fyrir fullorðna

Ég mæli 100 % með námskeiði hjá Kvan, þar vinnur frábært fagfólk og í mínu tilfelli var námskeiðið haldið á zoom sem virkaði líka mjög vel, mjög góð tenging milli okkar sem vorum á námskeiðinu, alltaf mikil gleði og virkilega gaman.

 

Fyrir mig þá vildi ég auka sjálfstraustið, bæta mig í samskiptum og finna leiðir til að stíga út fyrir þægindarammann, þetta námskeið hefur allt sem þarf til þess og Sandra stýrir þessu öllu af einlægni, innlifun, hlýju og vandvirkni.

Mínar kærustu þakkir fyrir mig, kveðja,
Emma Sif grunnskólakennari.