Fanney Magnúsdóttir, þátttakandi á Online KVAN fyrir fullorðna
Ég var búin að heyra góða hluti af KVAN en námskeiðið fór langt fram úr mínum væntingum. Námskeiðið fór fram á ZOOM en upplifunin alls ekki síðri. Anna Steinsen er frábær leiðbeinandi og hefur ótrúlega gott lag á að ná fram virkri þátttöku okkar sem sóttu námskeiðið. Það bara gerðist eitthvað innra með mér á þessu námskeiði. Ég fann eldmóðinn aftur og kynntist nýjum verkfærum sem hjálpa mér að efla styrkleikana mína og stíga út fyrir þægindahringinn.