Foreldri þátttakanda á námskeiði fyrir 10-12 ára

Ég skráði 12 ára dóttur mína á námskeiðið með það í huga að gefa henni verkfæri inn í unglingsárin. Mér fannst hún vera vel stödd félagslega en er í árgangi með mörgum sterkum leiðtogaefnum. Ég sá fljótt að verkfærin sem hún fékk á námskeiðinu voru að nýtast henni strax, hún fór að horfa öðrum augum á vinkonuhópinn og nýtti vel verkfærin til að byggja sjálfa sig upp og varð umburðalyndari án þess að láta vaða yfir sig af “fjarstýringum, afskiptara” eða öðrum týpum. Hún virðist mun sáttari og öruggari með eigin persónuleika og einbeitt í því að halda áfram að vaxa og dafna sem góð manneskja með þau frábæru verkfæri sem KVAN færði henni.