Fríða Stefánsdóttir, deildarstjóri Sandgerðisskóla

Sandgerðisskóli nýtti sér heldur betur þjónustu KVAN síðastliðin tvö skólaár. Við byrjuðum á því að fara í námsferð til Edinborgar haustið 2019, en KVAN sá um allan undirbúning og skipulag. Þar byrjaði vegferð okkar í Verkfærakistunni undir leiðsögn Vöndu Sig. Námskeiðið var þannig uppbyggt að allir starfsmenn skólans, kennarar, skólaliðar, stuðningsfulltrúar, þroskaþjálfar og stjórnendur græddu á námskeiðinu.

 

Námskeiðinu í Edinborg var svo fylgt eftir með námskeiði á starfsmannadegi í skólanum á vori 2020, en það var alveg rosalega gott að fá eftirfylgni frá fyrra námskeiði.

 

Haustið 2020-2021 fékk skólinn styrk til að bjóða öllum umsjónarkennurum og kennurum stoðþjónustu að sækja námskeiðið Verkfærakistuna, þar sem ítarlega er farið í góða bekkjarstjórnun, bekkjarbrag og að vinna með erfið samskiptavandamál. Við stjórnendur fengum líka að sitja námskeiðið og mæli ég sérstaklega með því að stjórnendur sitji námskeiðið með sínu starfsfólki, það hjálpar svo gríðarlega í eftirfylgninni.

 

Námskeiðið sló svo sannarlega í gegn og segjast allir kennararnir, sem það sóttu, vera betri kennari fyrir vikið.

 

Vanda hefur unnið meira með Sandgerðisskóla. Hún hefur tekið út bekki hjá okkur, kortlagt samskipti og fundað með foreldrum. Hún hefur einstakt lag að ná til allra og fjalla skiljanlega og málefnalega um erfið mál þegar þess þarf. Ég get ekki mælt meira með því fyrir alla skóla að fá þjónustu frá KVAN. Mæli auðvitað sérstaklega með því að byrja á því að fara með þeim í námsferð!