Gyða Rán Árnadóttir, þátttakandi á Online KVAN fyrir fullorðna

Fyrir það fyrsta langar mig bara að taka fram hvað hún Sandra er frábær leiðbeinandi og gefur af sér svo gífurlega útgeislun sem gerir hana að einstakri fyrirmynd inn á svona námskeiði. Frábært hvað hún náði að gera námskeiðið persónulegt án þess að vera á staðnum með þáttakendum.

Það kom á óvart hvað það náðist mikil nánd milli þáttakenda þar sem þetta fór allt fram í gegnum tölvuna. Námskeiðið sjálft var virkilega innihaldsríkt og gaf manni feykimörg verkfæri í töskuna til að nýta í gegnum lífið, bæði á faglegum grunni sem og persónulífi.

Get svo sannarlega mælt með þessu námskeiði fyrir hverja sem er, hvort sem það er að vinna með markmiðasetningu, öðlast meira sjálfsöryggi eða til að temja sér að stíga út fyrir þægindarammann. Ótrúlega flott, faglegt og skemmtilegt námskeið í alla staði.