Hólmfríður Sigmarsdóttir, leikskólastjóri Marbakka

Við starfsmannahópurinn í leikskólanum Marbakka áttum stórbrotinn dag með Önnu Steinsen. Anna er frábær fagmaður sem byrjaði á því að greina stöðuna með okkur, stjórnendum skólans. Í sameiningu fórum við yfir hvað við vildum fá út úr þessum degi. Efni dagsins var því algerlega sérsniðið fyrir okkar starfsmannahóp. Anna náði vel til allra starfsmanna og smitaði hópinn af gleði og útgeislun sinni, hún braut upp með reglulegu millibili og kallaði eftir þátttöku allra.Verkefnin voru fjölbreytt, skemmtileg og ögrandi og mikið reyndi á hvern og einn einstakling og hópinn í heild. Við fórum í sjálfskoðun, veltum fyrir okkur hver við værum í hópnum, hvaða breytingar hefðu átt sér stað og hvaða breytingar væru í vændum og lærðum að horfa með jákvæðum augum til framtíðar. Við settum okkur markmið sem einstaklingar og sem hópur í heild og sáum það góða í okkur sjálfum og hvoru öðru. Dagurinn var skemmtilegur og allir höfðu gagn og gaman af honum.
Takk kærlega fyrir okkur.