Ingibjörg, móðir þátttakanda á KVAN 16-19

Drengurinn minn fór á sjálfstyrkingarnámskeið hjá KVAN, hann var alsæll og mjög áhugasamur á námskeiðinu. Honum fannst þetta mjög skemmtilegt eins og hann sjálfur orðaði það. Sonur minn er góður í mannlegum samskiptum og sterkur félagslega, það hefur samt sem áður verið ótrúlega dýrmætt að sjá hann verða enn sterkari og öruggari einstakling. Það var ótrúlega gaman að sjá hvað hann tók með sér úr hverjum tíma fyrir sig. Eftir að námskeiðinu lauk tekur maður eftir mörgum jákvæðum þáttum sem hann hefur náð að tileinka sér í samskiptum, litlir hlutir sem breyta svo ótrúlega miklu í krefjandi aðstæðum sem hann þarf oft að takast á við. Þjálfarinn á námskeiðinu var alveg frábær í alla staði, hún náði einstaklega vel til krakkanna á jákvæðan og einlægan hátt. Takk fyrir okkur.