Ingibjörg Sigurrós Gunnarsdóttir, þátttakandi á KVAN fyrir fullorðna

Ég var svo lánsöm að taka þá ákvörðun að sækja námskeið hjá Kvan undir handleiðslu Hrafnhildar. Námskeiðssókn mín var liður í þeirri viðleitni minni að kíkja út fyrir þægindarammann, staldra við og horfa inná við. Skemmst er frá því að segja að námskeiðið mætti öllum mínum væntingum og gott betur.

 

Námskeiðið hjálpaði mér að vinna markvisst með styrkleika mína og um leið finna nýjar leiðir til þess að efla mig á þeim sviðum sem ég vildi auka færni mína á. Ég tel að þau verkfæri sem ég öðlaðist til sjálfsstyrkingar muni efla mig bæði í leik og starfi.

 

Hrafnhildur stýrði námskeiðinu af fagmennsku og metnaði. Náði hún að skapa góða og afslappaða stemningu innan hópsins sem gerði þátttakendur örugga og móttækilega fyrir viðfangsefnum hvers tíma.

 

Get af heilum hug mælt með námskeiði hjá Kvan.

 

Takk kærlega fyrir mig
Ingibjörg Sigurrós Gunnarsdóttir
Tónlistarkennari, sölufulltrúi og nemandi við Háskólann á Akureyri