Írena Dögg McCabe, móðir barns á Vináttuþjálfun 7-9 ára

Dóttir mín er 9 ára og var á Vináttuþjálfunarnámskeiði  fyrir 7-9 ára. Stelpan kom til ykkar eftir að hafa orðið fyrir einelti í rúmt ár í skólanum sem hún er í, sem hefur haft markandi áhrif á hana. Mér var bent á að KVAN væri mögulega staður fyrir hana að fara og fá styrk og verkfæri til að takast á við það sem hún er að kljást við. Mjög vel var staðið að námskeiðinu og gáfu þjálfararnir ótrúlega vel af sér til barnana. Dóttur mína hlakkaði alltaf til að fara á námskeiðið og var hálf leið þegar námskeiðinu var lokið að vera ekki að fara að hitta þjálfarana og hópinn. Kveðjustundin reyndist henni erfið og vöknaði stelpunni um augun og leyndi sér ekki væntumþykja hennar í garð þjálfaranna.

Takk fyrir okkur!