Íris Björk Eysteinsdóttir, foreldri

Elva Dögg hafði gríðarlega jákvæð áhrif á dóttur mína. Ég hreinlega horfði á hana vaxa og styrkjast í gegnum námskeiðið. Elva Dögg gaf mikið af sér og var fagleg í kennslu sinni og samskiptum við dóttur mína og mig. Það var svakalega gott fyrir mig sem foreldri að fá upplýsingarpóst eftir hvern tíma til að vita hvað fór fram og það hjálpaði okkur að vinna áfram með viðfangsefni námskeiðisins og eiga samtöl um það. Dóttir mín lærði mikið af Elvu Dögg sem gaf sér alltaf tíma í að ræða við hana, styðja og hvetja hana áfram. Mín upplifun af Elvu Dögg er að hún er frábær þjálfari sem brennur fyrir því að hafa jákvæð og uppbyggileg áhrif á ungmenni og gerir það virkilega vel. Ég fann vel fyrir umhyggju Elvu Daggar í garð dóttur minnar og hún hjálpaði henni að finna eigin rödd og kemur út úr námskeiðinu með betri sjálfsmynd og betra sjálfstraust, flinkari í að setja sér markmið og þora að vera hún sjálf. Ég mæli eindregið með Elvu Dögg sem þjálfara.