Íris Björk Eysteinsdóttir, kennsluráðgjafi og verkefnastjóri

Vanda Sigurgeirsdóttir og KVAN breyttu öllu fyrir okkur í vetur. Þau hjálpuðu okkur að vinna gegn eineltishegðun og bæta samskipti til muna hjá nemendum í 7. bekk. Nálgunin hjá þeim var heildræn sem við teljum að skiptir öllu máli þar sem skóli og foreldrar unnu saman ásamt Vöndu að því að bæta samskipti, líðan og hegðun nemenda. Kennarateymið og stjórnendur fengu fullt af verkfærum í verkfærakistuna sína til þess að vinna með málin áfram og líka bara til að hafa í framtíðinni þegar svipuð mál koma upp. Vanda talaði tæpitungulaust bæði við foreldra og nemendur og veitti kennurum handleiðslu til að vinna erfið mál áfram. Við getum ekki lýst því hvað það er mikill munur á bekkjaranda, hegðun og líðan nemenda okkar eftir þessa vinnu í vetur.