Lára Sigríður fór á KVAN fyrir fullorðna

Ég skráði mig á námskeiðið hjá KVAN aðallega til þess að öðlast meira sjálfstraust við kynningar og framkomu. Það sem ég uppskar var svo miklu, miklu meira. Ég kynntist styrkleikunum mínum og sá þá í öðru ljósi og náði einnig að kynnast sjálfri mér enn betur. Eftir hvern tíma leið mér hrikalega vel og var það peppuð að mér fannst mér allir vegir færir. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir alla þá sem vilja öðlast meira sjálfstraust á öllum sviðum, kynnast sér og styrkleikum sínum enn betur og til þess að vera i toppstandi til að takast á við öll þau tækifæri sem lífið hefur upp á að bjóða. Anna er í þokkabót eins og skemmtikraftur með uppistand í hverjum einasta tíma svo að það skemmir ekki! Takk fyrir mig.