Magnús Þór Helgason, þátttakandi á kynningartækni KVAN
Flutningur kynninga er hluti af starfi okkar sem tæknilegir vörustjórar á upplýsingatæknisviði hjá Arion banka. Það eru alltaf tækifæri til að læra meira og betrumbæta og okkur datt því í hug að skella okkur á þetta námskeið hjá KVAN. Við höfðum öll hrikalega gaman að námskeiðinu, gripum marga nýja og gagnlega hluti og fórum á skemmtilegan hátt út fyrir þægindarammann.
Námskeiðið mun gagnast okkur mikið í okkar hlutverki og styrkja okkur enn frekar í að koma fram á kynningum. Sem hópur mælum við eindregið með þessu námskeiði og teljum að það gagnist bæði þeim sem hafa litla og mikla reynslu af kynningum. Við mælum sérstaklega með því að starfsmannahópar taki þetta saman og búi þannig til skemmtilegan atburð úr þessu.
Magnús Þór Helgason
Forstöðumaður
Arion banki