Minna Björk Ágústsdóttir

Kvennahelgin hjá Kvan á Laugarbakka var algjörlega frábær. Mæli með þessu námskeiði fyrir allar konur. Ótrúlega skemmtilegt að kynnast fullt af nýjum konum og takast á við sjálfa sig í leiðinni. Það ríkti mikil einlægni, traust og kátína. Fór til baka full af eldmóði að takast á við árið 2020. Má segja að ég hafi kynnst sjálfri mér betur og sett mér markmið sem ég hlakka til að takast á við. Komst að því að ég er bara frábær eins og ég er og með fullt af hæfileikum. Anna Steinsen og Anna Sigurðardóttir eru frábærir leiðtogar og faglegar á allan hátt.