Foreldri þátttakanda á Vináttuþjálfun KVAN
Lilja Cederborg var einn af þjálfurum drengsins okkar á námskeiði KVAN. Lilja hefur mikinn eldmóð fyrir starfi sínu og gefur sig alla í vinnuna með börnunum. Hún tók alltaf vel á móti drengnum okkar og nálgaðist hann á einstaklingsmiðaðan hátt auk þess að vera áberandi hlý og fagleg. Lilja tók einnig vel á móti okkur foreldrunum og svaraði vel öllum þeim fyrirspurnum sem við höfðum og fylgdi námskeiðinu eftir með tölvupóstum þannig að við foreldrarnir vorum alltaf meðvituð um verkefnin og gátum rætt þau við drenginn okkar. Bestu meðmælin með Lilju er þó kærleikurinn sem sonur okkar bar fyrir henni.