Nína K. Hjaltadóttir starfsmaður Decode þátttakandi á KVAN fyrir fullorðna

Ég hef í gegnum tíðina farið á allskonar námskeið. Þau hafa öll verið góð og hef ég fengið eitthvað út úr þeim öllum en þetta námskeið bar verulega af. Á KVAN námskeiðinu er farið beint í efnið, engar krúsidúllur og engin formlegheit, heldur bara strangheiðarlegt. Þetta námskeið fékk mig verulega upp á tærnar og fékk mig ennfremur til þess að endurskoða ótrúlegustu hluti í mínu fari og lífinu yfirhöfuð. Það sem ég fékk út úr námskeiðinu var miklu meira og kannski pínu annað en ég átti von á. Ekki má gleyma því að Anna gerði þetta óaðfinnanlega, frábært í alla staði og hún er greinilega sérfræðingur á sínu sviði, eins og þú svo sem veist. Takk kærlega fyrir mig