Særún Ármannsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Hofi
Einstaka sinnum fæ ég svona hugdettur, að stökkva út fyrir þægindarammann og gera eitthvað öðruvísi. Ég get alveg viðurkennt að mig langaði í sól og smá frí. En námskeið hjá KVAN hljómaði líka mjög vel. Um leið og ég var komin í rútuna með þeim Önnu og Sössu fann ég að þetta yrði skemmtilegt. Tíminn nýttur vel, strax í rútunni var byrjað að vinna. Kynnast, brjóta þægindarammann niður og segja um sig sturlaða staðreynd. Ferðin einkenndist svo af trausti, samkennd og umhyggju en líka af gleði og góðum mat. Þvílík upplifun að vera í þessari fögru borg, yndislegu veðri. Sjá sem mest, upplifa eitthvað nýtt. Staldra við og horfa inn á við. Líta í baksýnisspegilinn en aðallega að horfa fram á veginn. Hvert ætla ég að halda og hvaða leið vel ég mér?
Þessi ferð gerði mér svo gott og ég er strax farin að vinna að þeim markmiðum sem ég setti mér. Og mig langar aftur í svona ferð.