
Sesselja Þóra Gunnarsdóttir, skólastjóri Sjálandsskóla
Í Sjálandsskóla höfum við fengið Vöndu í samstarf vegna neikvæðra samskipta í nemendahópum og eineltishegðunar. Hún hefur líka haldið frábær námskeið fyrir kennara skólans sem ég tel að allt starfsfólk skóla ætti að fara á. Vanda er fagmaður fram í fingurgóma. Á yfirvegaðan hátt og af festu og fagmennsku ræddi hún bæði við nemendur, kennara og foreldra og kom með verkfæri úr kistunni sinni til lausnar vandanum. Einelti á aldrei að líða og við þurfum fleiri einstaklinga eins og Vöndu til að byggja upp jákvætt samfélag en ég vitna oft í hennar orð í þessu sambandi að „við viljum öll vera hluti af lausninni“.