
Sigrún Helgadóttir, foreldri þátttakenda á KVAN 13-15 ára
Ég var mjög ánægð með námskeiðið KVAN fyrir 13-15 ára sem að dóttir mín sótti. Eftir hvern tíma sendi þjálfari foreldrum ítarlegan upplýsingapóst um umfjöllunarefni tímans og var innihald póstana alltaf sérstaklega jákvætt, fræðandi og hvetjandi. Við lesningu á póstunum fann maður að þjálfarinn lagði mikinn metnað í að kynnast krökkunum vel og hrósaði þeim fyrir frammistöðu í hverjum tíma. Mæli með!