Sigurbjörg Kristjánsdóttir, deildarstjóri unglingastarfs hjá Reykjavíkurborg

Frístundamiðstöðin Ársel hefur notið leiðsagnar Vöndu í málefnum barna og unglinga um nokkurt skeið. Bæði námskeið og fyrirlestrar sem Vanda hefur haldið fyrir starfsmenn hafa uppfyllt þær væntingar sem gerðar hafa verið. Starfsfólk hefur verið ánægt með fræðandi og áhugaverð erindi Vöndu sem hún setur fram af mikilli fagmennsku og litar af mikilli reynslu sinni.