Sólveig Hjörleifsdóttir, þátttakandi á KVAN 16-19 ára

Að vera á námskeiði hjá Boga var sem draumi líkast. Hann var leiðbeinandinn minn á 16-19 ára námskeiðinu hjá KVAN og verð ég bara að fá að hrósa honum fyrir vel unnið starf. Á honum sást hversu mikið honum þótti vænt um okkur þátttakendurna og hversu mikið hann var til í að hjálpa okkur. Smám saman dróg hann okkur öll út úr skelinni og ýtti okkur út fyrir þægindarammann okkar.

 

Ég held að ég tali fyrir alla á námskeiðinu þegar ég segi að Bogi sé frábær í því sem hann gerir. Hann er hvetjandi, hann er traustur og frábær leiðtogi. Allra síst er hann líka fyrirmynd. Ég verð Boga ævinlega þakklát fyrir allt sem hann kenndi mér og mun ég heldur betur nýta mér það í framtíðinni.

 

Takk elsku Bogi.
Sólveig