Svanfríður Guðbjörnsdóttir, þátttakandi á KVAN fyrir fullorðna

Að fara á námskeið KVAN fyrir fullorðna gaf mér styrk til að standa með sjálfri mér, ýta óttanum frá og segja mína skoðun. Ég lærði að efla sjálfa mig út frá mínum eigin styrkleikum og ég náði að læra enn betur um það hvernig maður nær betri árangri með markmiðasetningu. Eftir námskeiðið hef ég náð stórum markmiðum og stigið stórt skref í átt að mínu stærsta markmiði. Svo verð ég líka að segja frá því að það er orðið auðveldara að fara út fyrir þægindahringinn og finn að það er bara gaman. – Fríða