Þuríður Óttarsdóttir, mamma og skólastjóri

Mig langar til þess að hrósa ykkur fyrir frábært námskeið sem sonur minn tók þátt í nú í sumar.  Ég hefði aldrei trúað því að hvað eitt námskeið getur gert mikið fyrir fólk.

Í gær sat ég með tárin í augunum af hamingju yfir því að sjá flotta strákinn minn segja frá hvað Kvan hefur gert fyrir hann, hvað hann ætlar sér í framtíðinni og að leiðin að settu marki þurfi ekki alltaf að vera greið og bein, stundum er gott að taka lengri leiðina að því sem maður ætlar sér.  Hlýju orðin sem Sandra sagði við alla krakkana voru svo dýrmæt og sögð frá hjartanu. Enginn kennari eða leiðbeinandi í lífi sonar míns hefur sagt neitt í líkingu við þessi hlýju og sönnu orð, þau fór beint inn í hjartað á mér og ekki síður á honum.  Það er óneitanlega frábært veganesti.

Hann hefur líka komið heim eftir hvern tíma með eitthvað nýtt, einn daginn bað hann um tússtöflu í herbergið sitt sem hann ritar á markmiðin sín, hann hefur farið út að hlaupa og um daginn kom hann til mín og sagði við mig að það sem ég hefði sagt við hann hefði látið honum liða illa og hann hafi fengið vonda tilfinningu.  Mikið var ég þakklát fyrir að hann benti mér á að ég var að gera rangt, þetta gerði hann án nokkurra átaka, bara tjáði sig og við gátum bæði grátið og faðmast og sæst.

Ég veit ekki hvaða töfrabrögðum þið beitið en eitt er víst það gerast töfrar hjá ykkur og fyrir það er ævinlega þakklát, strákurinn sem ók með mér heim í gær er allt annar en sá sem mætti í kynningartímann, sjálfstraustið, framkoman og líðanin hefur breyst svo um munar.

Takk kæra Sandra fyrir námskeiðið og takk Vanda fyrir að benda mér á námskeiðið, ég mun svo sannarlega mæla með ykkur hvar sem ég kem.

Með góðum kveðjum