
Tinna Brá Sigurðardóttir, þátttakandi á KVAN fyrir fullorðna
Eftir að hafa verið í fæðingarorlofi í 14 mánuði og misst vinnuna vegna Covid fann ég að ég þurfti svolítið að staldra við og hugsa út í hvað ég vil gera næst. Þess vegna ákvað ég að skrá mig á Kvan námskeið, bæði til að fá rými til að pæla í því sem ég vil gera, sjá hvað virkilega skiptir mig í lífinu, fá tæki og tól til að setja mér markmið og vinna í þeim og til þess að henda mér örlítið út fyrir þægindarammann. Ég varð heldur betur ekki fyrir vonbrigðum. Að vera hluti af hóp með það sameiginlega markmið að setjast niður og fara í ákveðna sjálfsvinnu er svo valdeflandi. Krafturinn sem myndast er ótrúlegur og maður fyllist af metnaði að vinna að því sem maður vill sjálfur fá út úr lífinu. Mér fannst ótrúlega gott að setjast niður og hugsa út í hverjir eru lykilþættirnir í mínu lífi og hver mín framtíðarsýn er. Þetta opnar augu manns fyrir því sem skiptir mann máli í lífinu og fær mann til að vinna í þeim þáttum. Svo í hverjum tíma ræddum við markmiðin okkar, fórum yfir það sem gekk vel og hvað við vildum einblína á í vikunni. Mjög góð leið til að halda manni við efnið. Eftir þessar sex vikur er þetta komið í vana og auðvelt að halda áfram að setja sér markmið fyrir vikurnar. Ekkert mál að setjast niður í smá stund og skrifa niður það sem maður ætlar sér. Svo vinnur maður út frá því. Annað sem mér fannst frábært á námskeiðinu var að kafa ofan í tjáningu. Það er svo mikilvægt hvernig maður tjáir sig og á námskeiðinu lærðum við að sýna örugga líkamstjáningu sem mun hjálpa mér mikið í framtíðinni.
Hrafnhildur var þjálfarinn okkar á námskeiðinu og hún er alveg frábær. Ótrúlega hvetjandi og kraftmikil og náði alveg að halda manni við efnið og aðstoða mann að komast yfir hindranir. Ég gæti ekki verið ánægðari með námskeiðið og þjálfarann.
Mæli heilshugar með fyrir alla að skella sér á námskeið hjá Kvan!