Vala Sigurðardóttir, þátttakandi á KVAN fyrir fullorðna

Eftir að hafa loksins skráð mig á námskeið hjá Kvan fyrir fullorðna, en það var búið að vera á óskalistanum mínum í nokkurn tíma, að þá varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Ég fékk nákvæmlega það sem mig langaði að fá út úr þessi námskeiði, en það eru þau tæki og tól fyrir mig að nota til að ná þeim markmiðum sem ég vil ná í mínu lífi og kafa aðeins dýpra í hvað það er sem ég vil fá út úr lífinu. Þetta námskeið kennir manni hvaða leiðir er best að fara til að ná tilætluðum árangri, kennir manni þrautsegju og að verða besta útgáfan af sjálfum sér ásamt þvi að styrkja sjálfstraust og vellíðan.  Fyrir námskeiðið var ég ekki hrifin af markmiðasetningu og fannst það einhvern veginn ekki eiga heima í hversdagslegum hlutum og ættu bara við stór markmið en eftir námskeiðið skil ég hvað það er að setja sér lítil en ákveðin markmið, færir mann nær stærri markmiðunum í sínu lífi og hvað það styrkir mann í hverri viku að sjá þann árangur sem maður nær.

 

Ég myndi persónulega vilja að þetta væri skyldu námskeið fyrir alla á uppvaxtarárum því ég hefði svo sannarlega verið til í að taka þetta námskeið þegar að ég var yngri og svo á c.a 10 ár fresti eftir það til að rifja upp og bæta í þekkinguna.

 

Hún Hrafnhildur er alveg frábær, hún er hress og skemmtileg og auðvelt að tala við hana. Hún nær svo vel til manns og styður við mann, sýnir einlægan áhuga og hefur svo hlýja og góða nærveru. Hún setur hlutina fram á skýran og áhugaverðan máta og það er svo auðvelta að hrífast með drifkrafti hennar og jákvæðni.

 

Kær kveðja Vala