Vigdís Finnsdóttir

Frábær helgi med miklu innihaldi. “Power í æð” eða bara “Anna Steinsen í æð”, ekkert betra! Helgin gaf mér mikið, bæði persónulega og faglega. Anna gaf mér virkilega góða innsýn í hversu mikilvægt það er að setja sér markmið, stór og lítil. Ég er 100% viss um ad lífið verði betra með markmiðum á öllum vígvöllum. Á eftir að notast við þetta bæði persónulega og ekki minna í fyrirtækjunum okkar og með starfsfólkinu okkar. Námskeiðið sjálft var virkilega vel skipulagt og allt sem Anna gerir er útpælt, hef sjaldan upplifað aðra eins fagmennsku á námskeiði. Anna er frábær og nær því besta fram í öllum. Hún er einstaklega fljót að lesa í aðstæður, er einlæg, skemmtileg og fagleg fram í fingurgóma. Mæli með svona helgi fyrir alla, bæði konur og karla.