Vilborg Harðardóttir, nemi í Tómstunda- og félagsmálafræði

Ég fór á kvennahelgi KVAN á Laugarbakka í byrjun febrúar 2021. Ákvörðunin var tekinn í flýti en þar sem systir mín var að fara, skellti ég mér með. Ákvörðun sem ég sé alls ekki eftir!

Helgin var frábær með fullt af flottum konum og fyrirmyndum. Verkefnin voru krefjandi að því leiti að þau fengu mig til að takast á við sjálfa mig, þekkja sjálfa mig betur og opna augun mín fyrir alls kyns hindrunum og tækifærum. Það var mikil orka og einlægni á námskeiðinu sem setti mun skýrari sýn á framtíðina mína og hvernig leiðtogi ég vil vera. Ég mæli klárlega með þessu námskeiði!