Þjálfarakistan

Þjálfarakistan
Veitir þjálfurum íþróttafélaga hagnýt verkfæri sem nýtast í vinnu með börnum og unglingum. Mikið áhersla er á uppbygginu liðsanda en sterkur og samheldinn hópur er ein besta forvörn sem völ er á gegn einelti og annarri neikvæðri hegðun, ásamt því að vera stór þáttur í árangri í íþróttum. Þá er fjallað um jákvæða og neikvæða leiðtoga og foreldrasamskipti.
 

Fyrir hverja?
Fyrir starfandi íþróttaþjálfara og annað fagfólk sem vinnur með börnum og unglingum í tengslum við íþróttir. 

Skipulag
4 skipti, 2 klst. í senn. Á milli tíma fá þátttakendur tækifæri til að prófa aðferðirnar í sínum hópi og fá stuðning og handleiðslu í næsta tíma á eftir.  

Hvað get ég lært? 

  • Að búa til góðan liðsanda, styrkja samheldni og samvinnu. 
  • Að efla jákvæða leiðtoga og snúa neikvæðum leiðtogum í jákvæða. 
  • Að efla samskipti við foreldra og aðra forráðamenn.  
  • Að efla forvarnir gegn einelti og öðrum félagslegum vanda. 
  • Bera kennsl á og hjálpa börnum sem eiga í félagslegum vanda og greina hvar vandinn liggur. 

Dæmi um aðferðir og verkfæri: 

  • Leiðtogavinna 
  • Liðsandi og liðsheild 
  • Félagsfærni 
  • Samskipti og samvinna 
  • Menning og greining 
  • Úrvinnsla ágreiningsmála 
  • Foreldrasamskipti 

Við sérsníðum tímana með hverjum starfsstað fyrir sig. Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.