Þjónusta – eflum samkennd og samskipti

Í raun erum við oft í þjónustuhlutverki í lífinu, hvort sem það er innan fyrirtækja/stofnana eða í samskiptum á milli einstaklinga.

Í þessum fyrirlestri, sem hentar jafnt fyrir starfsmenn fyrirtækja og stofnana, er farið yfir ýmis hagnýt ráð og viðfangsefni sem auka samskiptahæfni okkar ásamt því hvernig við getum betur sett okkur í spor annarra. Einnig er farið yfir það hvernig við getum veitt betri þjónustu, hvernig okkur getur liðið betur, um kvíða og hvernig hann getur hamlað okkur í að ná árangri í lífi og starfi. Farið er meðal annars yfir leiðtogahæfni, sjálfstraust, hugarfar okkar og viðhorf.

Fyrirlesari er Gunnar Þorsteinsson sem nálgast efnistökin á persónulegum nótum í bland við húmor um baráttu sína við kvíða og vanlíðan á barna- og unglingsárum sínum. 

Lengd fyrirlestrarins: 60 mínútur.

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.