Veistu hvað í þér býr?
Við höfum flest upplifað það einhverntíman á ævinni að finna fyrir feimni og er það fullkomlega eðlilegt í vissum aðstæðum. Þegar feimnin er hinsvegar farin að hamla okkur í daglegu lífi þá er það alvarlegra mál. Hvaða áhrif hefur það á okkur að alast upp sem feimin börn og fá mögulega aldrei tækifæri á að þjálfa okkur í því að vera félagslega sterkir einstaklingar?
Öll höfum við leiðtogahæfileika sem hægt er að móta og þjálfa. Það er hægt að vera jákvæður leiðtogi og neikvæður leiðtogi.
Þessi fyrirlestur fjallar um kvíða, trú á eigin getu, þægindarammann, feimni og leiðtogafærni.
Fyrirlesturinn er byggður upp út frá reynslusögu þjálfara í hennar tómstundum sem barn og unglingur í handbolta, tónlist og dansi. Hægt er að aðlaga fyrirlesturinn eftir bókunum. Hann hentar því einstaklega vel fyrir allt það fagfólk sem vinnur með börnum og ungmennum á leikskóla, í grunnskóla, frístund, félagsmiðstöðvum, íþróttum og öðrum tómstundum.
Fyrirlesari er: Ingveldur Gröndal