Verkfærakista grunnskólakennara
Grunnskólakistan
Veitir kennurum og öðru fagfólki í grunnskólum hagnýt verkfæri til að vinna annars vegar með einstaklinga og hins vegar með hópinn. Lögð er rík áhersla á aðferðir sem hafa þann tilgang að styrkja hópinn í heild sinni. Sterkur og samheldinn hópur er ein besta forvörn sem völ er á gegn einelti og annarri neikvæðri hegðun. Einnig er fjallað um aðferðir sem aðstoða þá sem eiga í félagslegum vanda. Þá er fjallað um jákvæða og neikvæða leiðtoga, félags- og vináttufærni og aðferðir til að vinna gegn ofbeldi og samskiptavanda.
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir kennara og annað fagfólk sem starfar í grunnskólum.
Skipulag
6 skipti, 2,5 klst. í senn. Á milli tíma fá þátttakendur tækifæri til að prófa aðferðirnar í sínum hópi og fá stuðning og handleiðslu í næsta tíma á eftir.
Hvað get ég lært?
- Að styrkja jákvæðan anda í hópnum og efla þannig forvarnir gegn einelti, samskiptavanda og öðrum neikvæðum og meiðandi samskiptum.
- Að þekkja leiðir til að bæta traust og virðingu í hópnum. Traust er grunnur að samheldnum og sterkum hópi og traustvandamál verður að leysa.
- Að bera kennsl á og aðstoða börn sem eiga í félagslegum vanda.
- Að þekkja leiðir til að ná fram jákvæðum bekkjaranda og bekkjarstjórnun.
Dæmi um aðferðir og verkfæri:
- Félagsfærniþjálfun
- Vináttuþjálfun
- Samvinnuleikir og samvinnuverkefni
- Notkun innri hvata
- Jákvæð leiðtogaþjálfun
- Afleiðingaraðferðin
- Vinna með gerendur
- Hópefli
Verð
99.900 kr.
Styrkir
Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.
Viltu vita meira um námskeiðið ?
Fríða Stefánsdóttir, deildarstjóri Sandgerðisskóla
Við byrjuðum á því að fara í námsferð til Edinborgar haustið 2019, en KVAN sá um allan undirbúning og skipulag. Þar byrjaði vegferð okkar í Verkfærakistunni undir leiðsögn Vöndu Sig. Námskeiðið var þannig uppbyggt að...
Lesa meira »Sesselja Þóra Gunnarsdóttir, skólastjóri Sjálandsskóla
Í Sjálandsskóla höfum við fengið Vöndu í samstarf vegna neikvæðra samskipta í nemendahópum og eineltishegðunar. Hún hefur líka haldið frábær námskeið fyrir kennara skólans sem ég tel að allt starfsfólk skóla ætti að fara á.
Lesa meira »Íris Björk Eysteinsdóttir, kennsluráðgjafi og verkefnastjóri
Vanda Sigurgeirsdóttir og KVAN breyttu öllu fyrir okkur í vetur. Þau hjálpuðu okkur að vinna gegn eineltishegðun og bæta samskipti til muna hjá nemendum í 7. bekk. Nálgunin hjá þeim var...
Lesa meira »Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða
Vanda er fullkomin í þessum fræðum. Fagmennska, atorka, vilji og metnaður einkennir þessa flottukonu. Fagna því að hún sé á fleygi ferð að sinna málefnum sem mikil þörf er að taka á í samfélaginu...
Lesa meira »Sigurbjörg Kristjánsdóttir, deildarstjóri unglingastarfs hjá Reykjavíkurborg
Við hjá félagsmiðstöðvum Ársels höfum fengið að njóta þekkingar og reynslu Önnu Steinsen í nokkur ár. Allir starfsmenn stöðvanna hafa sótt fyrirlestra og námskeiða, þar sem Anna hefur miðlað og leiðbeint starfsfólki í vinnu með börnum og unglingum með góðum árangri...
Lesa meira »Ásgerður Guðnadóttir, leikskólastjóri Leikskólinn Hálsaskógur
Jakob er búinn að koma tvisvar sinnum til okkar á starfsdegi með fræðslu um útinám og félagsfærni. Þessi fræðsla hefur nýst starfsmannahópnum mjög vel og hefur verið hvatning...
Lesa meira »Arnar, KSÍ
Anna Lilja hefur haldið fyrirlestur um eineltismál á þjálfaranámskeiðum KSÍ. Það sem okkur fannst vel gert var að Anna Lilja náði vel til þátttakenda, var lífleg og dugleg að brjóta kennsluna upp með skemmtilegum uppákomum og umræðum.
Lesa meira »Soffía Ámundadóttir, umsjónakennari unglingadeild Brúarskóla
Anna Lilja var með námskeið fyrir okkur hjá Brúarskóla. Anna náði vel til nemenda og að virkja alla sem voru á námskeiðinu. Það sem eftir sat hjá nemendum var skemmtileg upplifun...
Lesa meira »Kolbrún, sölustjóri Frjálsrar Fjölmiðlunar
Við fengum Önnu Steinsen hjá KVAN til að koma til okkar og vera með vinnustofu fyrir söludeildina. Anna kom inn með nálgun sem fékk hópinn til að opna sig, sjá skýrar hvert hópurinn vildi stefna saman og finna drifkraftinn sem þurfti til þess. Þessu náði hún fram á mjög jákvæðan
Lesa meira »Starfsmenn leikskóla á Hornafirði
-Frábær dagur. Það sem við höfðum gott af því að horfa inná við og finna styrkleika okkar og styrkleika fólksins í kringum okkur. Sjá það jákvæða. -Mjög skemmtilegt, gott að fara í sjálfskoðun, finna sínar veiku og sterku hliðar. -Sjálfsstyrking, markmiðasetning, sjálfskoðun, jákvæðni.
Lesa meira »Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða
Hér eru frábærir fagmenn á ferð. Vanda og Anna eru fullkomið par í þessum fræðum. Fagmennska, atorka, vilji og metnaður einkennir þetta flotta par. Fagna því að þær séu farnar af stað saman og sinna málefnum sem mikil þörf er að taka á í samfélaginu okkar.
Lesa meira »Hólmfríður Sigmarsdóttir, leikskólastjóri Marbakka
Í nóvember sl. áttum við starfsmannahópurinn í leikskólanum Marbakka stórbrotinn dag með Önnu Steinsen. Anna er frábær fagmaður sem byrjaði á því að greina stöðuna með okkur, stjórnendum skólans. Í sameiningu fórum við yfir hvað við vildum fá út úr þessum degi.
Lesa meira »