Verkfærakista grunnskólakennara

Grunnskólakistan
Veitir kennurum og öðru fagfólki í grunnskólum hagnýt verkfæri til að vinna annars vegar með einstaklinga og hins vegar með hópinn. Lögð er rík áhersla á aðferðir sem hafa þann tilgang að styrkja hópinn í heild sinni. Sterkur og samheldinn hópur er ein besta forvörn sem völ er á gegn einelti og annarri neikvæðri hegðun. Einnig er fjallað um aðferðir sem aðstoða þá sem eiga í félagslegum vanda. Þá er fjallað um jákvæða og neikvæða leiðtoga, félags- og vináttufærni og aðferðir til að vinna gegn ofbeldi og samskiptavanda.  

Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir kennara og annað fagfólk sem starfar í grunnskólum. 

Skipulag
6 skipti, 2,5 klst. í senn. Á milli tíma fá þátttakendur tækifæri til að prófa aðferðirnar í sínum hópi og fá stuðning og handleiðslu í næsta tíma á eftir.  

Hvað get ég lært? 

  • Að styrkja jákvæðan anda í hópnum og efla þannig forvarnir gegn einelti, samskiptavanda og öðrum neikvæðum og meiðandi samskiptum.  
  • Að þekkja leiðir til að bæta traust og virðingu í hópnum. Traust er grunnur að samheldnum og sterkum hópi og traustvandamál verður að leysa.  
  • Að bera kennsl á og aðstoða börn sem eiga í félagslegum vanda. 
  • Að þekkja leiðir til að ná fram jákvæðum bekkjaranda og bekkjarstjórnun. 

Dæmi um aðferðir og verkfæri: 

  • Félagsfærniþjálfun  
  • Vináttuþjálfun 
  • Samvinnuleikir og samvinnuverkefni 
  • Notkun innri hvata 
  • Jákvæð leiðtogaþjálfun 
  • Afleiðingaraðferðin 
  • Vinna með gerendur 
  • Hópefli 

Verð
99.900 kr.

Styrkir
Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.

Viltu vita meira um námskeiðið ?