Vináttuþjálfun á ferð

Hvað er Vináttuþjálfun á ferð?
Vináttuþjálfun á ferð er úrræði á vegum KVAN fyrir ungt fólk á aldrinum 7-18 ára. Vináttuþjálfun vinnur að því að styrkja einstaklinga félags- og tilfinningalega og stuðlar að því að rjúfa mögulega félagslega einangrun. Vináttuþjálfari vinnur með 2-3 einstaklinga í einu og er miðað við að hver einstaklingur fái 20 klukkustundir með vináttuþjálfara.

Af hverju vináttuþjálfun?
Til þess að geta tekist á við daglegt líf er mjög mikilvægt að við höfum tök á góðri samskipta-, félags- og vináttufærni en þessir þættir skipta sköpum þegar kemur að líðan og heilsu barna. Að lenda í vandræðum í jafningjasamskiptum getur haft í för með sér víðtækar og langvarandi neikvæðar afleiðingar. Því er mikilvægt að öll börn fái fræðslu og þjálfun í þessum færniþáttum ásamt því að styrkja leiðtogafærni þeirra. Við höfum trú á því að allir geta orðið leiðtogar ef þeir fái tækifæri til þess, ásamt þjálfun og reynslu. Vináttuþjálfun á ferð stuðlar að almennri velferð þátttakenda.

Hvað gerum við í Vináttuþjálfun á ferð?
Vináttuþjálfari hittir 2-3 einstaklinga í einu. Hist er í sjö skipti þrjár klst. í senn. Hópurinn hittist á fyrirfram skipulögðum tímum og fer í gegnum dagskrá þar sem að unnið er að færniþáttum í vináttu og samskiptum. Vináttuþjálfari nær í þátttakendur og skilar þeim aftur heim að loknu námskeiði. Í hverjum tíma er unnið með ákveðna hæfnisþætti t.d. markmiðasetningu, innri og ytri hvata, samskiptamynstur, hvernig vinnum við í hóp, hvernig eignumst við vini og hvernig höldum við vinum. Tímarnir eru fjölbreyttir þar sem unnið er innandyra, farið í útvist, í bíó, söfn ofl.

Hvað er vináttuþjálfari?
Vináttuþjálfarinn er að lágmarki 22 ára og er menntaður eða stundar nám á mennta- uppeldis og félagsmálasviði. Vináttuþjálfari er einstaklingur sem hefur fengið starfstengda þjálfun hjá KVAN. Vináttuþjálfari er með hreint sakavottorð.

Athugið að fagaðilar hjá sveitafélögum, þjónustumiðstöðvum og Barnavernd eru þeir einu sem geta pantað Vináttuþjálfun á ferð fyrir sína skjólstæðinga. Vinsamlega hafið samband við okkur hjá KVAN til þess að fá nánari upplýsingar í gegnu netfangið kvan@kvan.is

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.